Tengja stíg sunnan Urriðavatns við stígakerfi Hafnarfjarðar

Tengja stíg sunnan Urriðavatns við stígakerfi Hafnarfjarðar

Í dag lyggur stígur umhverfis Urriðavatn en vilji maður fara lengra í áttina að Hafnarfirði þá þarf maður annaðhvort að vera á gömlum holóttum reiðstíg eða út á götu. Þar sem umferð um Flóttamannaveginn er mikil og hröð er mikilvægt að finna öruggar lausnir. Þarna þyrfti að koma fyrir tengingu fyrir hjólandi og gangandi, bæði fyrir íbúa Garðabæjar sem vilja njóta útivistar í upplandi Hafnarfjarðar en um leið öflugur samgöngustígur fyrir fólk að komast á milli sveitarfélaga.

Points

Þegar ég fer út að hlaupa upp að Hvaleirarvatni eða að Ásvallarlaug þá hleyp ég alltaf út á Flóttamannaveginum til að komast þangað. En með betri stígum held ég að það opnist skemmtileg tenging frá Vetrarmýri alla leið suður fyrir Hafnarfjörð, með mörgum skemmtilegum stoppum á leiðinni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information