Það þarf að bæta við römpum og klára göngustíga svo hægt sé að fara í göngutúr með barnavagn.
Í götunni minni urriðaholtsstræti 42 kemst ég hvergi út úr götunni með vagninn. Ég þarf að fara út á aðalgötuna (urriðaholtsstrætið) til þess að komast upp eða niður sem er glatað og hættulegt! Það eru bara brattir stigar upp í næstu götu og brattir stigar niður í næstu götu. Enginn rampur eða leið að komast upp eða niður. Gat farið yfir sjónarveginn en það er búið að hlaða upp grjóti og sandi svo það er bókstaflega ekki ein leið nema að fara út á götu. Vona að það sé hægt að laga þetta.
Hverfið er mjög ungt og mikið um barnafjölskyldur
Tröppur og ókláraðir göngustígar út um allt. Erfitt að fara í göngutúr með bagnavagn. Það þarf að bæta við römpum og klára göngustíga.
Lykilatriði fyrir góðar samgöngur gangandi í hverfinu. Á einnig við einstaklinga í hjólastól.
Ógrynni af börnum með tilheyrandi barnavögnum, kerrum og hjólum í hverfinu auk þess sem það er byggt hjólastólavænt. Af hverju ekki leyfa þessum íbúum að komast leiða sinni á öruggan hátt?
Finnst allt eitthvað svo hálf klárað, byrjað á einum stig og svo er farið annað áður en vinnan er búin og sandhaugar og subb um allt. Urriðaholtsstrætið er einstaklega ljótt ásýndar
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation