Á að taka upp sumar- og vetrartíma á Íslandi?

Á að taka upp sumar- og vetrartíma á Íslandi?

Lagt hefur verið til að breyta klukkunni á Íslandi tvisvar sinnum á ári, eins og gert er í mörgum nágrannalöndum okkar. Ath. Umræður um val á tímabelti eru hér: https://piratar.betraisland.is/post/8851 Umræður um kosti og galla þess að hefja vinnutíma þegar sólin er komin klukkutíma hærra á loft en nú er, eru hér: https://piratar.betraisland.is/post/8854

Points

Samræma tímamismuninn hjá okkur við nágrannalöndin, þannig að það sé alltaf sami tímamunur á Íslandi og nágrannalöndunum, í staðinn fyrir að hann flökti fram og til baka þegar nágrannalöndin breyta klukkunni hjá sér.

Slysatíðni og fjarvera úr vinnu eykst dagana í kringum skiptin.

Það er ekki okkar vandamál að nágrannalöndin kjósi að flakka svona fram og til baka með klukkuna hjá sér. Miklu einfaldara að hafa bara eina klukku óháð árstíma.

Ísland er það norðarlega að sveiflurnar í lengd daga eru miklu ýktari hér heldur en sunnar. Svo að ef markmiðið er að láta klukkuna elta sólarupprásina frekar en hádegið, þá þyrfti að breyta klukkunni mun lengra fram og til baka.

Miklu einfaldara að hafa bara eina klukku óháð árstíma. Sparar fólki að þurfa að breyta klukkunum sínum, með tilheyrandi hættu á ruglingi

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information