Laws

Neitunarvald forseta verði fjarlægt úr hendum forseta yfir í hendur þjóðarinnar. Einn einstaklingur getur ekki farið með vilja þjóðarinnar og í stað þess verður stjórnarskrá breytt til þess að hægt verði að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um mál ef safnast hafa 50. þúsund undirskriftir.

Kjósa
Deila
Veiðileyfamálið - Forseti vinnur fyrir sjálfan sig

Forseti Íslands sýndi það í sumar að hann gerir það sem hann vill frekar en það sem þjóðin vill. Þessi einstaklingur hefur nýtt sér svigrúm sem gölluð stjórnarskrá Íslendinga veitir honum til þess að gjörbreyta því starfi sem hann sinnir og er ekki lengur sameiningartákn þjóðarinnar heldur þverpólitískur valdamaður. Í stað þess að einn einstaklingur geti ákveðið hvort þjóðin fái að kjósa um málefni sem skipta henni miklu máli þá skal þjóðin sjálf fá að velja hvort efnt verði til kosninga.

pinkpajamas

Eftir pinkpajamas bætt við fyrir meira en 2 ár síðan