Embættistími forseta

Embættistími forseta

Stjórnarskrá Íslands segir ekkert um hámarkstíma sem forseti getur gegnt embætti. Víða um heim eru hins vegar slíkar takmarkanir á embættistíma. Setja ætti nýtt ákvæði í stjórnarskrá sem bindur embættistíma forseta við til dæmis þrjú kjörtímabil (12 ár).

Points

Ég sé nákvæmlega ekkert lýðræðislegt sem mælir með því að forseti Íslands geti setið lengur tvö fjögurra ára kjörtímabil eða hámark 8 ár. Við erum lítil og fámenn þjóð og eigum að gefa sem flestum á líftíma þess kost að bjóða sig fram til forseta. Það er lýðræði! Á þessu landi tíðkast allt of mikið, að fólk sitji "ævina út" í embættum..."eigni sér þau" í ákveðnum skilningi. Það eitt og sér leiðir til langtíma efnahagslegs- og þjóðfélagslega misréttis og á opinbert kerfi ekki að stuðla að slíku!

Mér finnst það vera Val kjósenda ekki að það ætti að vera tímamörk.

Ef að forsetinn stendur sig ekki í stikkinu þá er hann einfaldlega ekki kosinn aftur.

Það er öllum frjálst, sem hafa til þess náð aldri, rétt til að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Það er svo í höndum kjósenda hvort þeir vilji hafa sömu manneskjuna í því embætti eða ekki. Að skipta um forseta á 8, 12 eða 16 ára fresti er ekkert annað en sóun á almannafé. Nú þegar eru 3 einstaklingar á launum vegna setu sinnar sem forseti.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information