Embættistími forseta

Embættistími forseta

Stjórnarskrá Íslands segir ekkert um hámarkstíma sem forseti getur gegnt embætti. Víða um heim eru hins vegar slíkar takmarkanir á embættistíma. Setja ætti nýtt ákvæði í stjórnarskrá sem bindur embættistíma forseta við til dæmis þrjú kjörtímabil (12 ár).

Points

Mér finnst ólýðræðislegt að setja valdatíma forsetans einhver takmörk varðandi fjölda kjörtímabila. Í ljósi þess að engin sitjandi forseti hefur tapað kosningu virðist greinilega vera megn stuðningur fyrir að hafa sama forseta í langan tíma í senn. Um leið og þessi stjórnarskrárbreiting verður innleidd og Guðni (eða annar) klárar sinn tíma mun fara af stað undurskrifstasöfnun til þess að snúa þessu ákvæði við svo að hægt sé að fá hann í fleiri kjörtímabil. Ávinningurinn er enginn.

12 ár er ágætur tími. 'Alltaf gott að skipta um fólk í brúnni áður en það verður of værukært í embætti og tekur sæti sínu sem sjálsögðum hlut

8 ár er nóg.

12- 16 ár? já mögulega, en ég er hinsvegar harður á þeirri skoðun minni að c.a.5-6 mánuðum áður en kjörtímabili líkur á forseti að gefa það út opinberlega hvort hann óski endurkjörs eða ætli að ekki að bjóða sig fram áfram. Sú ákvörðun á að vera byndandi og ekki hægt að breyta þeirri ákvörðun, með þeirri undantekningu þó, að hafi forseti ákveðið að bjóða sig fram til endurkjörs, en aðstæður vegna heilsufars eða annara ástæðna gera það ekki kleyft má viðkomandi hætta við framboð.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information