Lýsa upp vegglistaverk á Hellissandi

Lýsa upp vegglistaverk á Hellissandi

Hellissandur er höfuðstaður vegglistar á Íslandi. Verkin hafa gjörbreytt ásýnd bæjarins og aukið vinsældir Snæfellsbæjar enn frekar. Með því að lýsa upp verkin á veturna heldur þetta segulstál áfram að virka og Snæfellsbær verður þá enn ákjósanlegri áfangastaður allt árið um kring.

Points

Vegglistaverkin á Hellissandi eru bæjarprýði. Þau eru einnig segulstál á gesti og ótrúlega góð og ókeypis auglýsing fyrir Snæfellsnes í heild sinni. Verkin hafa áhrif á alla upplifun ferðamanna af svæðinu, auka vinsældir þess og jafnframt eru þau upplífgandi fyrir heimamenn. Með því að lýsa þau upp á veturna opnast möguleikar fyrir skemmtilegri skoðun á þeim, þar sem stjörnubjartar nætur og norðurljós geta blandast þessari flottu list. Lýsing myndi auka nýtni þeirra og aðdráttarafl til muna.

Já, það er nauðsinlegt að lýsa upp listaverkin svo að ferðafólk sem er á ferðinni (þegar birtu tekur að halla) sjái þessi flottu listaverk, sem eru bæjarfélaginu til sóma.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information