Göngu og hjólastígar

Göngu og hjólastígar

Ég legg til að það verði gert stórátak í því að leggja göngu og hjólastíga í sumar,á milli hverfa hér í Reykjanesbæ og til hinna nágrannabæjanna,Hafnir,Sandgerði,Garður,Vogar og jafnvel Grindavík.Það þarf líka að stórauka trjárækt á óbyggðum svæðum.

Points

Með aukinni útiveru og vaxandi almenningssamgöngum,drögum við úr hlýnun jarðar og loftlagsbreytingum, minnkum kolefnissporið og stöndum við Parísarsamkomulagið.Útivera og hreifing eykur lýðheilsu ogminnkar álagið á heilbrigðiskerfið.Þetta eru mannfrek störf sem getur skaffað öllum skólakrökkunum vinnu og hinum sem eru á atvinnuleysskrá.Trárækt dregur úr koltvísýringi í andrúmsloftinu og myndar skjól á þessum vindasama stað.

Já það þarf að gera mun betur í þessu, margir stígar enda á bílaplani t.d. við pósthúsið og þar á móti, einnig fyrir neðan Grænásinn. Stígar sem enda á plani eða með möl og steyptum köntum eru hættulegir fyrir hjólandi, sér í lagi ef götulýsing er lítil. Skipuleggjendur mættu fara nokkrar ferðir á reiðhjólum á milli bæjarhluta til að sjá hvar úrbóta er þörf.

Umhverfis og skipulagsráð tók hugmyndina fyrir á fundi sínum og bókaði um hana: Umhverfis- og skipulagsráð þakkar framkomna hugmynd. Þetta verkefni er á áætlun og í vinnslu í samstarfi við nágrannasveitarfélög og Vegagerðina.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information