Leikvöllur með sögulegar tengingar við Byggðasafnið

Leikvöllur með sögulegar tengingar við Byggðasafnið

Fyrir hvern eru byggðarsöfn ef ekki fyrir börnin svo þau geti tengt raunheiminn sinn við rætur samfélagsins? Innan byggðasafnsins er frábær vinna í gangi fyrir börn og alls konar skemmtilegt fyrir fjölskyldur og skólahópa til þess að gera þar. Mjög vannýtt þjónusta sem vonandi stendur til bóta. Utan byggðasafnsins er stór túnbreiða. Þar væri kjörið að útbúa rúmgóðan leikvöll sem gæti þjónað stærri barnahópum í einu og tengja leiktækin við sögu svæðisins, t.d. sjávarþema eða landbúnað.

Points

Frábær hugmynd. Væri ekki hægt að koma kassabílum og kassabílarallýinu inn með þessari hugmynd. Væri hægt að hafa leikjanámskeið á sumrin þar sem farið væri sérstaklega í að kenna krökkum leiki sem síðustu kynslóðir léku

Akraneskaupstaður er yfirlýst barnvænt samfélag og stórt verkefni fyrir höndum að aðlaga bæjarfélagið okkar þannig að það geri ráð fyrir börnum og fjölskyldum. Leikvellir eru stór liður í því að bæði skapa afþreyingu fyrir börn, en einnig myndi leikvöllur við Byggðarsafnið tengja saman börn og menningarstofnun, sem og gera heimsókn á Byggðarsafnið að frábærum kosti fyrir skólahópa hvaðanæva að. Þar fyrir utan er túnið notað fyrir gesti á stórum íþróttamótum og nauðsynlegt að hafa flott leiksvæði

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information