Gangbrautir

Gangbrautir

Vantar gangbrautir fyrir krakka sem búa í ásbúð og vilja annars vegar fara yfir í gilja hverfið eða bara að komast í fjölnota íþróttasvæði Garðabæjar Vetrarmýri. En engin gangstétt er Ásbúðar megin í átt að undirgöngum hjá Reykjanesbraut þar sem er gangbraut. Annars vegar þarf gangbraut milli göngustíga eða leggja göngustíg að gangbraut hjá undirgöngum. ❤️

Points

Öryggi gangandi og Hjólandi er sífellt að aukast en það þarf að fara í vinnu við að bæta aðgengismál í eldri hverfum þar sem er að eiga sér stað mikil endurnýjun og vegna aukinnar umferðar sérstaklega á svæði giljahverfis og búðanna í íþróttasvæði Stjörnunnar er þetta lágmarks krafa til að passa uppá okkar viðkvæmasta hóp.

Mjög sammála þessu, það þarf að útbúa gangbraut yfir götuna Hnoðraholt og í/við Ásbúð þar sem bílar koma úr fjórum áttum og erfitt er fyrir yngri börn að taka ákvarðanir hvenær best sé að fara yfir eða hvar. Þegar þau eru að koma sér milli ásbúðar, bæjargils, Miðgarðs, Hofsstaðaskóla og fleiri grunnstoð bæjarins.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information