Hjóreiðastígur meðfram Álftanesvegi

Hjóreiðastígur meðfram Álftanesvegi

Álftanesvegur er vinsæl hjólaleið og allar samgöngur til og frá Álftanesi fara um þann veg, hvort sem er hjólandi eða akandi. Göngustígur meðfram Álftanesvegi hentar illa til hjólreiða (sem blandaður stígur) sökum þess hve mjór hann er á löngum kafla og er því besta hjólaleiðin eins og er um akveginn. Umferðin þar er hröð og mikil á köflum og því myndi það auka öryggi til muna og hvetja til vistvænni samgangna í ríkari mæli ef lagður yrði nýr hjólreiðastígur meðfram Álftanesvegi.

Points

Stígurinn gæti einnig nýst sem hjáleið ef loka þyrfti akveginum því á kaflanum næst forsetatorgi er engin önnur leið en akvegurinn

Núverandi stígur er einnig hættulegur þar sem gaddavír liggur við hann langa leið og oft er laus möl og grjót á stígnum. Það þarf ekki að spyrja að leikslokum ef hjólreiðamaður lendir í að hjóla út af vegi og á þessa vírgirðingu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information