Fleiri gangbrautir yfir Hnoðraholtsbraut

Fleiri gangbrautir yfir Hnoðraholtsbraut

Það eru einingis gangbrautir yfir Hnoðraholtsbraut við Karlabraut og svo við Reykjanesbraut. Það er afar langt á milli. Við Ásbúð er virkilega óljóst hvernig á að fara yfir Hnoðraholtsbrautina, því það er ekki einu sinni nein leið af gangstéttinni norðanmegin við götuna. Þar er drullusvað og brotinn kantur þar sem fólk fer venjulega yfir. Það ættu að vera fleiri gangbrautir yfir Hnoðraholtsbrautina, amk 1 ef ekki 2 við Ásbúð/Gilsbúð.

Points

Það eru um 580m milli gangbrauta yfir Hnoðraholtsbraut og augljóst á drullunnni í grasinu við Ásbúð/Gilsbúð gatnamótin að þarna er mikið farið yfir. Það þarf að minnsta kosti að setja ramp þarna niður af gangstéttinni norðanmegin.

Það vantar nauðsynlega gangbraut á þessi gatnamót, umferðarhraði er mikill og margir gangandi og hjólandi að þvera götuna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information